muna aðgangsorð í microsoft edge

Muna aðgangsorð í Microsoft Edge

Þegar þú heimsækir vefsvæði sem krefst þess að þú skráir þig inn spyr Microsoft Edge hvort þú viljir láta muna notandanafnið þitt og aðgangsorðið. Næst þegar þú heimsækir vefsvæðið fyllir Microsoft Edge út reikningsupplýsingarnar þínar. Aðgangsorð er sjálfgefið vistað, en svona geturðu kveikt eða slökkt á þessu:
Í vafranum Microsoft Edge velurðu „Fleiri aðgerðir (…)“ > „Stillingar“ > „Skoða ítarlegar stillingar“.
Slökktu á „Bjóðast til að vista aðgangsorð“ .
Athugaðu: Þetta eyðir ekki aðgangsorðum sem hafa verið vistuð áður. Til að gera það skaltu opna „Stillingar“, velja „Veldu hvað á að hreinsa“ undir „Hreinsa vefskoðunargögn“ og velja svo „Aðgangsorð“.

Lesa áfram „muna aðgangsorð í microsoft edge“

skoða eða eyða vefferli í microsoft edge

Skoða eða eyða vefferli í Microsoft Edge

Windows 10

Vefferillinn þinn samanstendur af upplýsingum sem Microsoft Edge man fyrir þig – þar á meðal eru aðgangsorð, upplýsingar sem þú hefur fært inn í eyðublöð og vefsvæði sem þú hefur heimsótt – og vistar í tölvunni þegar þú vafrar.
Til að skoða vefferilinn skaltu velja „Miðstöð > Ferill“. Til að eyða vefferlinum skaltu velja „Hreinsa allan feril“, velja gagnagerðir eða skrár sem á að fjarlægja úr tölvunni og velja svo „Hreinsa“.

Lesa áfram „skoða eða eyða vefferli í microsoft edge“

verndaðu windows 10 tölvuna þína með windows defender

Kveikja eða slökkva á Windows Defender

Þegar þú ræsir Windows 10 í fyrsta skipti er kveikt á Windows Defender og það verndar tölvuna þína með því að leita að spilliforritum. Ef þú setur upp annað vírusvarnarforrit slekkur Windows Defender sjálfkrafa á sér.
Windows Defender notar rauntímavörn til að skanna allt sem þú sækir eða keyrir á tölvunni þinni. Slökktu tímabundið á rauntímavörninni með því að velja hnappinn „Opna“ og velja svo „Stillingar > Öryggi og uppfærslur > Windows Defender“.

Lesa áfram „verndaðu windows 10 tölvuna þína með windows defender“

skipta um sjálfgefnu leitarvélina í microsoft edge

Í Microsoft Edge fyrir Windows 10 mælir Microsoft með notkun Bing fyrir bætta leitarupplifun. Með því að velja Bing sem sjálfgefna leitarvél færðu:

Beina tengla á forrit í Windows 10, sem gerir þér kleift að finna þau hraðar.

Betri tillögur frá Cortana, stafræna einkaþjóninum þínum.

Flýtihjálp sem auðveldar þér að nýta Microsoft Edge og Windows 10 til fullnustu.

En Microsoft Edge notast við tækni OpenSearch og þú getur því breytt um sjálfgefna leitarvél.

Lesa áfram „skipta um sjálfgefnu leitarvélina í microsoft edge“

færa atriði úr forritinu leslisti í microsoft edge

Færa atriði úr forritinu Leslisti í Microsoft Edge

Það er innbyggður leslisti í Microsoft Edge, nýja vafranum í Windows 10. Ef þú notaðir leslistaforritið í Windows 8.1 og hefur nú uppfært í Windows 10 skaltu færa atriði úr gamla forritinu yfir í Microsoft Edge.
Veldu atriði í forritinu Leslisti sem þú vilt opna í Microsoft Edge. (Ef það opnast í öðrum vafra skaltu fyrst fara í upphafsvalmyndina og velja „Stillingar > Kerfi > Sjálfgefin forrit“ og gera Microsoft Edge að sjálfgefnum vafra.)

Lesa áfram „færa atriði úr forritinu leslisti í microsoft edge“

hvernig veit ég hvort ég get treyst vefsvæði í microsoft edge?

Hvernig veit ég hvort ég get treyst vefsvæði í Microsoft Edge?

Láshnappur við hliðina á veffangi vefsvæðis í Microsoft Edge°merkir að:
Það sem þú sendir inn á vefsvæðið og tekur á móti þaðan er dulritað, sem minnkar líkurnar á að utanaðkomandi aðilar geti komist í upplýsingarnar.
Vefsvæðið hefur verið staðfest, sem þýðir að fyrirtækið sem rekur svæðið er með vottorð sem sannar eignarhald þess. Smelltu á láshnappinn til að sjá hver á vefsvæðið og hver staðfesti það.

Lesa áfram „hvernig veit ég hvort ég get treyst vefsvæði í microsoft edge?“