Hvernig virkar „Bæta“ í forritinu „Myndir“?
Svona virkar það
Myndaforritið lagar myndir sjálfkrafa með því að stilla lit, birtuskil, birtustig eða rauð augu, jafnvel rétta af skakkan sjóndeildarhring, eins og með þarf.

Breytingarnar eru ekki vistaðar með frumritunum og hægt er að kveikja og slökkva á þessum eiginleika hvenær sem er.
Ef gátmerki er á hnappinum „Bæta“ hefur myndin verið löguð. Ef ekki er hún fullkomin eins og hún er!
Kveikja eða slökkva
Farðu í forritið „Myndir“ og notaðu hnappinn „Bæta“ til að skipta á milli frumritsins og unnu ljósmyndarinnar.. Vinnsla myndar hefur ekki varanleg áhrif á frumrit hennar.
Til að fjarlægja allar sjálfvirkar lagfæringar í einu opnarðu „Stillingar“ í myndaforritinu og slekkur á „Bæta myndirnar mínar sjálfkrafa“. Hægt er að vinna stakar myndir þótt slökkt sé á þessum eiginleika.