muna aðgangsorð í microsoft edge

Muna aðgangsorð í Microsoft Edge

Þegar þú heimsækir vefsvæði sem krefst þess að þú skráir þig inn spyr Microsoft Edge hvort þú viljir láta muna notandanafnið þitt og aðgangsorðið. Næst þegar þú heimsækir vefsvæðið fyllir Microsoft Edge út reikningsupplýsingarnar þínar. Aðgangsorð er sjálfgefið vistað, en svona geturðu kveikt eða slökkt á þessu:
Í vafranum Microsoft Edge velurðu „Fleiri aðgerðir (…)“ > „Stillingar“ > „Skoða ítarlegar stillingar“.
Slökktu á „Bjóðast til að vista aðgangsorð“ .
Athugaðu: Þetta eyðir ekki aðgangsorðum sem hafa verið vistuð áður. Til að gera það skaltu opna „Stillingar“, velja „Veldu hvað á að hreinsa“ undir „Hreinsa vefskoðunargögn“ og velja svo „Aðgangsorð“.

Lesa áfram „muna aðgangsorð í microsoft edge“

laga tengingar við bluetooth-hljóðtæki og þráðlausa skjái í windows 10

Laga tengingar við Bluetooth-hljóðtæki og þráðlausa skjái

Bluetooth-hljóð

Ef ekki er nóg að ýta á hnappinn „Tengjast“ í aðgerðamiðstöð til að finna tækið skaltu prófa eftirfarandi:
Gakktu úr skugga um að Windows-tækið þitt styðji Bluetooth og að kveikt sé á Bluetooth. Þú átt að sjá Bluetooth-hnappinn í aðgerðamiðstöðinni.
Ef þú sérð ekki Bluetooth-hnappinn skaltu prófa að uppfæra tækisrekilinn. Svona er farið að: Opnaðu Upphafsvalmyndina, sláðu inn „tækjastjórnun“ veldu það af niðurstöðulistanum, veldu síðan tæki í „tækjastjórnun“ finndu tækið þitt, hægrismelltu á það (eða haltu fingri á því), veldu „Uppfæra rekilhugbúnað“, veldu „Leita sjálfvirkt að uppfærðum rekilhugbúnaði“ og fylgdu síðan skrefunum sem eftir eru.

Lesa áfram „laga tengingar við bluetooth-hljóðtæki og þráðlausa skjái í windows 10“

windows hello í windows 10

Kynntu þér Windows Hello og settu það upp

Windows Hello er persónulegri og öruggari leið til að fá aðgang að Windows 10-tækjunum þínum með því að skanna fingrafar eða andlit. Surface Pro 4, Surface Book og flestar tölvur sem búnar eru fingrafaralesara geta notað Windows Hello strax og fleiri tæki sem geta borið kennsl á andlit og fingraför verða fáanleg í framtíðinni. Svona seturðu þetta upp:

Lesa áfram „windows hello í windows 10“

skoða eða eyða vefferli í microsoft edge

Skoða eða eyða vefferli í Microsoft Edge

Windows 10

Vefferillinn þinn samanstendur af upplýsingum sem Microsoft Edge man fyrir þig – þar á meðal eru aðgangsorð, upplýsingar sem þú hefur fært inn í eyðublöð og vefsvæði sem þú hefur heimsótt – og vistar í tölvunni þegar þú vafrar.
Til að skoða vefferilinn skaltu velja „Miðstöð > Ferill“. Til að eyða vefferlinum skaltu velja „Hreinsa allan feril“, velja gagnagerðir eða skrár sem á að fjarlægja úr tölvunni og velja svo „Hreinsa“.

Lesa áfram „skoða eða eyða vefferli í microsoft edge“

verndaðu windows 10 tölvuna þína með windows defender

Kveikja eða slökkva á Windows Defender

Þegar þú ræsir Windows 10 í fyrsta skipti er kveikt á Windows Defender og það verndar tölvuna þína með því að leita að spilliforritum. Ef þú setur upp annað vírusvarnarforrit slekkur Windows Defender sjálfkrafa á sér.
Windows Defender notar rauntímavörn til að skanna allt sem þú sækir eða keyrir á tölvunni þinni. Slökktu tímabundið á rauntímavörninni með því að velja hnappinn „Opna“ og velja svo „Stillingar > Öryggi og uppfærslur > Windows Defender“.

Lesa áfram „verndaðu windows 10 tölvuna þína með windows defender“

hvernig samstilli ég stillingar í windows 10?

Um samstillingu í Windows 10-tækjum

Þegar kveikt er á samstillingu fylgist Windows með þeim stillingum sem skipta þig máli og stillir þær fyrir þig á öllum Windows 10-tækjunum þínum.
Þú getur valið að samstilla atriði á borð við vafrastillingar, aðgangsorð og litaþemu. Ef þú kveikir á „Aðrar Windows-stillingar“ samstillir Windows sumar tækjastillingar (t.d. valkosti fyrir prentara og mýs), stillingar skráavafra og tilkynningastillingar.

Lesa áfram „hvernig samstilli ég stillingar í windows 10?“

fáðu aðstoð við notkun xbox á windows 10

Fáðu aðstoð við notkun Xbox á Windows 10

Applies to Windows 10

Ef þú þarft að fá hjálp við notkun Xbox-forritsins skaltu slá spurninguna þína inn í leitargluggann á verkstikunni. Þá færðu svar frá Cortana eða frá Bing.

Prófaðu „Hvað er Xbox-forritið?“ eða „Hvað er spilaramerki?“ Ef það heppnast ekki skaltu skoða síðu leikja og afþreyingar á vefsvæði Windows.

Fara á umræðusvæði Xbox-samfélagsins

Fá hjálp frá notendaþjónustu Xbox

skipta um sjálfgefnu leitarvélina í microsoft edge

Í Microsoft Edge fyrir Windows 10 mælir Microsoft með notkun Bing fyrir bætta leitarupplifun. Með því að velja Bing sem sjálfgefna leitarvél færðu:

Beina tengla á forrit í Windows 10, sem gerir þér kleift að finna þau hraðar.

Betri tillögur frá Cortana, stafræna einkaþjóninum þínum.

Flýtihjálp sem auðveldar þér að nýta Microsoft Edge og Windows 10 til fullnustu.

En Microsoft Edge notast við tækni OpenSearch og þú getur því breytt um sjálfgefna leitarvél.

Lesa áfram „skipta um sjálfgefnu leitarvélina í microsoft edge“

skiptu á milli þrívíðrar skjámyndar (loftmyndar) og skjámyndar af vegi

Þegar þú skoðar borgir í þrívídd ertu í raun að skoða loftmynd af kortinu. Til að skipta aftur yfir í mynd af vegum skaltu velja „Kortayfirlit“ og velja síðan „Vegir“.

skiptu á milli þrívíðrar skjámyndar (loftmyndar) og skjámyndar af vegi
skiptu á milli þrívíðrar skjámyndar (loftmyndar) og skjámyndar af vegi