skipta um sjálfgefnu leitarvélina í microsoft edge

Í Microsoft Edge fyrir Windows 10 mælir Microsoft með notkun Bing fyrir bætta leitarupplifun. Með því að velja Bing sem sjálfgefna leitarvél færðu:

Beina tengla á forrit í Windows 10, sem gerir þér kleift að finna þau hraðar.

Betri tillögur frá Cortana, stafræna einkaþjóninum þínum.

Flýtihjálp sem auðveldar þér að nýta Microsoft Edge og Windows 10 til fullnustu.

En Microsoft Edge notast við tækni OpenSearch og þú getur því breytt um sjálfgefna leitarvél.

Í vafranum Microsoft Edge skaltu slá inn vefsvæði leitarvélarinnar (til dæmis www.contoso.com) og opna þá síðu.

Veldu „Fleiri aðgerðir (…) > Stillingar“ og flettu svo niður til að velja „Skoða ítarlegar stillingar“. Í listanum undir „Leita í veffangastikunni með“ skaltu velja „Breyta“.

Veldu vefsvæði leitarvélarinnar og veldu svo „Nota sem sjálfgefið“. Ef þú velur ekki leitarvélina er hnappurinn „Nota sem sjálfgefið“ skyggður.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *