Kveikja eða slökkva á Windows Defender
Þegar þú ræsir Windows 10 í fyrsta skipti er kveikt á Windows Defender og það verndar tölvuna þína með því að leita að spilliforritum. Ef þú setur upp annað vírusvarnarforrit slekkur Windows Defender sjálfkrafa á sér.
Windows Defender notar rauntímavörn til að skanna allt sem þú sækir eða keyrir á tölvunni þinni. Slökktu tímabundið á rauntímavörninni með því að velja hnappinn „Opna“ og velja svo „Stillingar > Öryggi og uppfærslur > Windows Defender“.
Hvar er Security Essentials?
Ef þú ert með Windows 10 getur þú ekki notað Microsoft Security Essentials. Þess þarf heldur ekki með, því þú ert þegar komin(n) með Windows Defender, sem veitir sömu verndina.
Sláðu inn Windows Defender“ í leitarstikuna.
Veldu „Windows Defender“ í niðurstöðunum. Þá getur þú yfirfarið tölvuna þína og kannað hversu mikla vírusvörn þú ert með.
Uppfærir Windows Defender
Windows Update sækir uppfærslur fyrir Windows Defender sjálfkrafa til að vernda tölvuna þína og verja hana fyrir árásum.