breyta stillingum fyrir aðgangsupplýsingar kaupa í windows-netversluninni

Breyta stillingum fyrir aðgangsupplýsingar kaupa í Windows-netverslun

Windows-netverslunin biður alltaf um aðgangsorðið þegar kaup fara fram. Til að einfalda innkaupin og sleppa því að slá inn aðgangsorðið:
Opnaðu forritið Netverslun og veldu innskráningarmyndina við hliðina á leitarglugganum.
Opnaðu „Stillingar > Aðgangsupplýsingar kaupa > Einfalda greiðsluferlið mitt“.

Lesa áfram „breyta stillingum fyrir aðgangsupplýsingar kaupa í windows-netversluninni“

hvernig veit ég hvort ég get treyst vefsvæði í microsoft edge?

Hvernig veit ég hvort ég get treyst vefsvæði í Microsoft Edge?

Láshnappur við hliðina á veffangi vefsvæðis í Microsoft Edge°merkir að:
Það sem þú sendir inn á vefsvæðið og tekur á móti þaðan er dulritað, sem minnkar líkurnar á að utanaðkomandi aðilar geti komist í upplýsingarnar.
Vefsvæðið hefur verið staðfest, sem þýðir að fyrirtækið sem rekur svæðið er með vottorð sem sannar eignarhald þess. Smelltu á láshnappinn til að sjá hver á vefsvæðið og hver staðfesti það.

Lesa áfram „hvernig veit ég hvort ég get treyst vefsvæði í microsoft edge?“

laga tengingar við bluetooth-hljóðtæki og þráðlausa skjái í windows 10 mobile

Laga tengingar við Bluetooth-hljóðtæki og þráðlausa skjái

Bluetooth-hljóð

Ef ekki er nóg að ýta á hnappinn „Tengjast“ í aðgerðamiðstöð til að finna Bluetooth-hljóðtækið skaltu prófa þetta:
Gakktu úr skugga um að Windows-tækið þitt styðji Bluetooth og að kveikt sé á Bluetooth. Þú sérð Bluetooth-hnapp í aðgerðamiðstöðinni.
Tryggðu að kveikt sé á Bluetooth-hljóðtækinu og að hægt sé að finna það. Leitaðu frekari upplýsinga í leiðbeiningunum sem fylgdu tækinu eða farðu á vefsvæði framleiðandans.

Lesa áfram „laga tengingar við bluetooth-hljóðtæki og þráðlausa skjái í windows 10 mobile“

hvaða forrit virka með continuum fyrir síma?

Forrit sem virka með Continuum fyrir síma

Continuum er þegar hægt að nota með ótal forritum – þ.m.t. Microsoft Edge, Word, Excel, USA Today, Audible, Myndir og Póstur – og fleiri forrit bætast fljótlega í hópinn. Þangað til geturðu notað símann til að opna forrit sem virka ekki ennþá með Continuum.

Lesa áfram „hvaða forrit virka með continuum fyrir síma?“

hvernig öflugt aðgangsorð er búið til

Öflugt aðgangsorð búið til

Öflug aðgangsorð hjálpa þér að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar fái aðgang að skrám, forritum og öðrum tilföngum og það ætti að vera erfitt að giska á þau eða ráða í þau. Gott aðgangsorð:
er að minnsta kosti átta stafir að lengd
inniheldur ekki nafnið þitt, notandanafnið þitt eða heiti fyrirtækisins þíns
inniheldur ekki heilt orð

Lesa áfram „hvernig öflugt aðgangsorð er búið til“