fresta uppfærslum á windows 10

Fresta uppfærslum á Windows 10

Sumar útgáfur af Windows 10 gera þér kleift að fresta uppfærslum á tölvunni þinni. Ef þú frestar uppfærslum eru nýir Windows-eiginleikar ekki sóttir eða settir upp í nokkra mánuði. Frestun uppfærslna tekur ekki til öryggisuppfærslna. Athugaðu að ef þú frestar uppfærslum kemur það í veg fyrir að þú fáir nýjustu eiginleikana frá Windows um leið og þeir bjóðast.

hvernig virkar „bæta“ í forritinu „myndir“?

Hvernig virkar „Bæta“ í forritinu „Myndir“?

Svona virkar það

Myndaforritið lagar myndir sjálfkrafa með því að stilla lit, birtuskil, birtustig eða rauð augu, jafnvel rétta af skakkan sjóndeildarhring, eins og með þarf.

hvernig virkar „bæta“ í forritinu „myndir“?
hvernig virkar „bæta“ í forritinu „myndir“?

Lesa áfram „hvernig virkar „bæta“ í forritinu „myndir“?“

hvaða vélbúnað þarf ég að nota til að taka upp myndskeið úr xbox-leikjum í tölvunni?

Hvaða vélbúnað þarf ég að nota til að taka upp myndskeið úr Xbox-leikjum í tölvunni?

Applies to Windows 10

Tölvan þín þarf að vera með eitt þessara skjákorta:

AMD: AMD Radeon HD 7000, HD 7000M, HD 8000, HD 8000M, R9 og R7.
NVIDIA: GeForce 600 eða nýrra, GeForce 800M eða nýrra, Quadro Kxxx eða nýrra.
Intel: Intel HD graphics 4000 eða nýrra, Intel Iris Graphics 5100 eða nýrra.
Lesa áfram „hvaða vélbúnað þarf ég að nota til að taka upp myndskeið úr xbox-leikjum í tölvunni?“

hvernig á að bæta inntakstungumáli við tölvuna þína

Hvernig á að bæta inntakstungumáli við tölvuna þína

Bæta inntakstungumáli við tölvuna þína

Opnaðu „Stillingar > Tími og tungumál > Svæði og tungumál“.

Veldu „Bæta við tungumáli“.

Veldu tungumálið sem óskað er eftir af listanum og veldu svo hvaða svæðisútgáfu á að nota. Niðurhalið hefst samstundis.

Velja birtingartungumál

Opnaðu „Stillingar > Tími og tungumál > Svæði og tungumál“.

Lesa áfram „hvernig á að bæta inntakstungumáli við tölvuna þína“

fjölbreyttar innsláttaraðferðir fyrir tungumál frá austur-asíu

Fjölbreyttir valkostir og verkfæri fyrir innsláttaraðferðir

Notaðu IME-ritilinn frá Microsoft fyrir ritun austurasískra tungumála sem uppsett eru í tölvunni þinni.

Hægrismelltu á innsláttaraðferðarvísi til að skipta um innsláttarstillingu, opna IME-borðið eða opna aðrar IME-stillingar. Fleiri valmöguleikar eru í boði fyrir sum tungumál, t.d. fylgir orðabók fyrir japönsku.

fjölbreyttar innsláttaraðferðir fyrir tungumál frá austur-asíu
fjölbreyttar innsláttaraðferðir fyrir tungumál frá austur-asíu

Lesa áfram „fjölbreyttar innsláttaraðferðir fyrir tungumál frá austur-asíu“

muna aðgangsorð í microsoft edge

Muna aðgangsorð í Microsoft Edge

Þegar þú heimsækir vefsvæði sem krefst þess að þú skráir þig inn spyr Microsoft Edge hvort þú viljir láta muna notandanafnið þitt og aðgangsorðið. Næst þegar þú heimsækir vefsvæðið fyllir Microsoft Edge út reikningsupplýsingarnar þínar. Aðgangsorð er sjálfgefið vistað, en svona geturðu kveikt eða slökkt á þessu:
Í vafranum Microsoft Edge velurðu „Fleiri aðgerðir (…)“ > „Stillingar“ > „Skoða ítarlegar stillingar“.
Slökktu á „Bjóðast til að vista aðgangsorð“ .
Athugaðu: Þetta eyðir ekki aðgangsorðum sem hafa verið vistuð áður. Til að gera það skaltu opna „Stillingar“, velja „Veldu hvað á að hreinsa“ undir „Hreinsa vefskoðunargögn“ og velja svo „Aðgangsorð“.

Lesa áfram „muna aðgangsorð í microsoft edge“

laga tengingar við bluetooth-hljóðtæki og þráðlausa skjái í windows 10

Laga tengingar við Bluetooth-hljóðtæki og þráðlausa skjái

Bluetooth-hljóð

Ef ekki er nóg að ýta á hnappinn „Tengjast“ í aðgerðamiðstöð til að finna tækið skaltu prófa eftirfarandi:
Gakktu úr skugga um að Windows-tækið þitt styðji Bluetooth og að kveikt sé á Bluetooth. Þú átt að sjá Bluetooth-hnappinn í aðgerðamiðstöðinni.
Ef þú sérð ekki Bluetooth-hnappinn skaltu prófa að uppfæra tækisrekilinn. Svona er farið að: Opnaðu Upphafsvalmyndina, sláðu inn „tækjastjórnun“ veldu það af niðurstöðulistanum, veldu síðan tæki í „tækjastjórnun“ finndu tækið þitt, hægrismelltu á það (eða haltu fingri á því), veldu „Uppfæra rekilhugbúnað“, veldu „Leita sjálfvirkt að uppfærðum rekilhugbúnaði“ og fylgdu síðan skrefunum sem eftir eru.

Lesa áfram „laga tengingar við bluetooth-hljóðtæki og þráðlausa skjái í windows 10“

windows hello í windows 10

Kynntu þér Windows Hello og settu það upp

Windows Hello er persónulegri og öruggari leið til að fá aðgang að Windows 10-tækjunum þínum með því að skanna fingrafar eða andlit. Surface Pro 4, Surface Book og flestar tölvur sem búnar eru fingrafaralesara geta notað Windows Hello strax og fleiri tæki sem geta borið kennsl á andlit og fingraför verða fáanleg í framtíðinni. Svona seturðu þetta upp:

Lesa áfram „windows hello í windows 10“

skoða eða eyða vefferli í microsoft edge

Skoða eða eyða vefferli í Microsoft Edge

Windows 10

Vefferillinn þinn samanstendur af upplýsingum sem Microsoft Edge man fyrir þig – þar á meðal eru aðgangsorð, upplýsingar sem þú hefur fært inn í eyðublöð og vefsvæði sem þú hefur heimsótt – og vistar í tölvunni þegar þú vafrar.
Til að skoða vefferilinn skaltu velja „Miðstöð > Ferill“. Til að eyða vefferlinum skaltu velja „Hreinsa allan feril“, velja gagnagerðir eða skrár sem á að fjarlægja úr tölvunni og velja svo „Hreinsa“.

Lesa áfram „skoða eða eyða vefferli í microsoft edge“