Hjálp í skráavafra
Vinsæl efnisatriði
Hér eru svör við nokkrum algengum spurningum um skráavafrann:
Hvernig á að sérstilla flýtiaðganginn?
Ef þú vilt að mappa birtist í flýtiaðgangi skaltu hægrismella á hana og velja „Festa við flýtiaðgang“. Losaðu hana þegar ekki er lengur þörf á henni þar.

Hvernig virkar OneDrive í Windows 10?
Til að vista skjal sem þú ert að vinna í á OneDrive skaltu velja OneDrive-möppu af listanum yfir vistunarstaði. Til að færa skrár yfir á OneDrive skaltu opna skráavafrann og draga skrárnar yfir í OneDrive-möppu.

Hvar eru söfnin mín geymd?

Til að sýna söfn í skráavafra skaltu velja flipann „Skoða“ og velja svo „Yfirlitssvæði > Sýna söfn“.
Skoðaðu önnur efnisatriði fyrir skráavafrann ef þú ert að leita að öðrum upplýsingum.
Hjálp í Windows 10

Sláðu spurningu eða leitarorð inn í leitargluggann og þá færðu svör frá Microsoft, af vefnum og frá Cortana.
liklaborð virkar vel en tölustafir koma ekki