Hvernig veit ég hvort ég get treyst vefsvæði í Microsoft Edge?
Láshnappur við hliðina á veffangi vefsvæðis í Microsoft Edge°merkir að:
Það sem þú sendir inn á vefsvæðið og tekur á móti þaðan er dulritað, sem minnkar líkurnar á að utanaðkomandi aðilar geti komist í upplýsingarnar.
Vefsvæðið hefur verið staðfest, sem þýðir að fyrirtækið sem rekur svæðið er með vottorð sem sannar eignarhald þess. Smelltu á láshnappinn til að sjá hver á vefsvæðið og hver staðfesti það.
Grár lás gefur til kynna að vefsvæðið sé dulritað og staðfest, en grænn lás merkir að Microsoft Edge lítur svo á að meiri líkur séu á að vefsvæðið sé sannvottað. Ástæðan er sú að svæðið notar EV-vottorð (Extended Validation) en þar er gerð krafa um enn ítarlegra sannprófunarferli auðkenningar.